Toby Alderweireld fyrrum leikmaður Tottenham segist ekki geta þagað yfir því að fjölskyldu hans sé hótað. Morðhótanir hafa borist Alderweireld eftir mark hans í Belgíu um helgina.
Alderweireld skoraði í 2-1 sigri á Genk á laugardag en hann fór til heimalandsins árið 2021.
Alderweireld átti farsælan feril með Southampton og Tottenham en áður hafði hann spilað á Spáni.
„Allt hefur sín takmörk, ég get tekið ýmsu en að hóta fjölskyldu minni er of mikið,“ segir varnarmaðurinn en hótanirnar hafa borist frá stuðningsmönnum Genk.
„Ég skil ekki hvers vegna þið skrifið svona og hvað þið viljið fá út úr þessu,“ segir hann enn fremur en hann átti afar farsælan feril með landsliði Belgíu.