Íslensku markaðstæknifyrirtækin The Engine Nordic og Ghostlamp, sem bæði eru dótturfyrirtæki Pipar\TBWA, eru nú að vinna að markaðssetningu á Norður Atlantshafssíld fyrir Samtök matvælaframleiðenda í Danmörku ásamt TBWA\Connected í Kaupmannahöfn.“ segir Valgeir Magnússon, stjórnarformaður, Pipar\TBWA í fréttatilkynningu.
,,Þetta hefur verið mjög skemmtilegt verkefni og er í gangi á mörgum mörkuðum meðal annars í Þýskalandi, Hollandi, Póllandi og Svíþjóð. Það er mjög mismunandi hvernig síld er borðuð á milli landa svo það er búið að búa til mismunadi lendingasíður fyrir hvern markað með uppskriftum. Til viðbótar fengum við fjölda áhrifavalda til að búa til uppskriftir í sínu heimalandi og stutta matreiðsluþætti. Það sem kom mér mest á óvart er hvernig Þjóðverjar hantera síldina. Þar er ein vinsælasta uppskriftin að steikja hana með beini og setja hana svo í lög og borða heila með kartöflum. Fyrir til dæmis Svía væru þetta helgispjöll sem borða hana á svipaðan hátt og við, flakaða og setta í lög,Hér er dæmi um hvernig síld er hanteruð í Þýskalandi.
View this post on Instagram