fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Brosti og flissaði eftir að hafa orðið pari að bana

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 14:30

Stephanie Melgoza/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi 10. apríl 2022 voru kærustuparið Andrea Rosewicz og Paul Prowant stödd fyrir utan barinn Full Throttle í borginni Carlinville í Illinois-ríki í Bandaríkjunum. Andrea var 43 ára gömul en Paul 55 ára. Hin 24 ára gamla Stephanie Melgoza kom þar að akandi á miklum hraða. Hún ók beint á Andreu og Paul sem létust bæði á vettvangi.

Melgoza var ölvuð og við mælingu reyndist hún vera með þrefalt meira magn áfengis í blóðinu en leyfilegt er í Illinois-ríki.

Fyrir nokkrum dögum birti Fox-news myndband úr búkmyndavél lögreglumanns sem kom á vettvang. Í myndbandinu má sjá Melgoza hlæja og flissa og jafnvel syngja. Hún sagði í sífellu að hún þyrfti að mæta í skóla daginn eftir sem virtist reita lögreglumanninn til reiði.

Eftir að Melgoza var flutt á sjúkrahús sagði lögreglumaðurinn við Melgoza að hún væri ekki á leiðinni í skólann heldur fangelsi í ljósi þess að hún hefði orðið tveimur manneskjum að bana.

„Þér er alveg sama. Það er í senn sorglegt, aumkunarvert og hræðilegt,“ sagði lögreglumaðurinn einnig við Melgoza.

Á spítalanum var Melgoza tíðrætt um væntanlega ferð sína til Las Vegas.

„Það verður svo skemmtilegt“, sagði hún. „Ég ætla að byrja á að drekka tvo Long Island-drykki.

 „Hefurðu ekki drukkið nóg?“ spurði lögreglumaðurinn. „Þetta er Vegas, þar eru engin takmörk,“ svaraði Melgoza að bragði.

Hún bætti því við að hún gæti ekki beðið eftir að fá inngöngu í klúbb þeirra sem tekin hefðu verið við ölvun við akstur. Melgoza var sérstaklega spennt fyrir því að láta vinnufélaga sína vita en hún vildi meina að þeir hefðu allir verið teknir fyrir ölvun við akstur.

Melgoza áttaði sig loks á því sem hún hafði gert. Í febrúar á þessu ári játaði hún sig seka. Hún var dæmd fyrir ölvun við akstur og háskalegt aksturslag. Fyrir þetta hlaut hún fjórtán ára fangelsi. Við dómsuppkvaðninguna baðst hún afsökunar. Hún sagðist ekki hafa drukkið áfengi síðan daginn örlagaríka og hefði ekki í hyggju að gera það aftur.

Hér að neðan má sjá myndbandið úr búkmyndavél lögreglumannsins eins og það birtist hjá Fox-news:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli