Chelsea er samkvæmt fréttum tilbúið að henda tveimur leikmönnum til Atletico Madrid í þeirri von um að geta fengið Joao Felix endanlega frá félaginu í sumar.
Felix kom á láni frá Atletico Madrid í janúar og hefur ekki fundið taktinn en var öflugur um liðna helgi.
Talið er að Jói Fel vilji ekki fara aftur til Atletico Madrid en hann er 23 ára gamall.
Segir í fréttum á Spáni að Chelsea sé nú tilbúið að láta Pierre-Emerick Aubameyang og Marc Cucurella fara til Atletico í skiptum fyrir Felix.
Mögulega þyrfti Chelsea aðeins að borga með þeim bræðrum en Felix kostaði yfir 100 milljónir punda þegar Atletico fékk hann frá Portúgal.