fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

„Kynlíf verður leiðinlegt í samanburði við allt heimsins klámefni“

Fókus
Þriðjudaginn 9. maí 2023 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri fjölmiðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd, óttast að við hættum að kunna að meta upplifanir lífsins vegna stanslauss áreitis af snjallsímum og samfélagsmiðlum. Hann rekur þennan vanda í aðsendri grein á Vísir.is.

Skúli spyr:

„Hvað verður um upplifanir á okkar eigin skinni þegar að allt er alltaf betra og meira spennandi með því að nettengja sig? Verður það óspennandi að fara í sumarfrí með fjölskyldunni, út að leika með vinum, út að borða góðan mat á veitingastað ef engin tæki eru með í för til að magna upplifunina? Allir litlu sigrarnir í daglegu lífi hætta að kalla fram sömu ánægjutilfinningar því heilinn hefur vanist því að fá meira út úr upplifunum á neti, samfélagsmiðlum og í tölvuleikjum. Kynlíf verður leiðinlegt í samanburði við allt heimsins klámefni. Áhuginn á því að mæta í skólann hverfur við hlið tölvuleikja. Það að mæta á staðinn verður tilgangslaust þegar að auðveldara er að tengja sig. Á hvaða stað erum við komin þegar að það ekki lengur skemmtilegt að vera barn og unglingur og fá að upplifa allt í fyrsta skipti? Hvað verður um lífið þegar að það hefur misst allan lit og við getum ekki sótt neitt app til að laga það? Hvernig eyðum við þá tímanum til þess að upplifa gleði, ánægju og lífsfyllingu?“

Skúli bendir á að samfélagsmiðlarnir og tölvuleikirnir myndu ekki þrífast ef við værum ekki að nota þá og spila. „Án okkar eru þeir ekkert, en við eigum samt erfitt með að hugsa okkur lífið án þeirra,“ segir hann.

Hann veltir því fyrir sér hvort við séum að leita hamingjunnar hjá öðrum á samfélagslmiðlum vegna þess að við finnum hana ekki hjá okkur sjálfum:

„Á mínum verstu dögum get ég setið tímunum saman í símanum og horft á bestu augnablik allra í kringum mig. Frá flottasta sjónarhorninu, með fallegustu lýsingunni, tekið með myndavélinni á nýjustu og dýrustu símunum og búið að fínpússa alla flekki og galla af með helstu öppum. Er ég þar að reyna að finna hamingjuna í öðrum því að ég finn hana ekki hjá sjálfum mér? Eða lætur það mér kannski bara líða verr? Líf mitt fölnar í samanburði. En hvað ef ég horfi upp úr símanum og veiti umhverfi mínu eftirtekt? Þar finn ég fólk sem á misjafna daga og lítur út eins og ég þegar að ég horfi í spegilinn. Raunveruleikinn er nefnilega ósvikinn. Samt reynum við stöðugt að flýja hann í von um grasið sé grænna hinum megin við skjáinn.“

Sjá grein Skúla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram