Þó að David de Gea sé á barmi þess að skrifa undir nýjan samning við Manchester United er ekki öruggt að hann verði fyrsti kostur í markið á næstu leiktíð. Telegraph fjallar um málið.
Telegraph segir að De Gea sé langt komin með að skrifa undir nýjan samning en hann kom til United árið 2011.
De Gea er í dag launahæsti leikmaður félagsins með 375 þúsund pund á viku en launin hans lækka með nýjum samning.
De Gea mun samkvæmt Telegraph ekki hafa fengið neitt loforð frá félaginu um að hann verði áfram fyrsti kostur á næstu leiktíð.
Vitað er að Erik ten Hag stjóri liðsins vill fá inn markvörð sem getur tekið betri þátt í uppspili en þar liggja veikleikar De Gea.