Safiya er mjög vinsæl á samfélagsmiðlum, sérstaklega YouTube þar sem hún er með rúmlega 9,5 milljónir áskrifenda. Myndbönd hennar eru vel gerð, skemmtileg og oft á tíðum fræðandi, eins og myndbandið sem hún birti frá Íslandsheimsókninni.
„I Went To An Icelandic Geothermal Spa“ er titillinn á myndbandinu sem er um 28 mínútur að lengd og hefur fengið tæplega tvær milljónir í áhorf þegar greinin er skrifuð.
Ísland var fyrsta stopp af þremur Norðurlöndum. Þau fóru síðan til Svíþjóðar og Finnlands.
Eins og fyrr segir komu hjónin til Íslands í janúar og byrjuðu þau ferðina á því að skafa bílaleigubílinn í miklu frosti. Þau fóru síðan til Reykjavíkur og skoðuðu sig þar um, kíktu í búðir og líkti Safiya Hagkaup við Target og Bónus við Trader‘s Joe, báðar vinsælar verslunarkeðjur í Bandaríkjunum.
Þau enduðu svo daginn í Hlemm Mathöll og hafði Safiya orð á því hvað mathallir virðast vera mikið „trend“ á Íslandi.
Samfélagsmiðlastjörnurnar gistu á Retreat hótelinu hjá Bláa lóninu. Þau kíktu síðan í lónið sjálft daginn eftir. Hún fræðir áhorfendur hvað Bláa lónið er í myndbandinu, hvað sé hægt að gera þar og höfðu þau orð á því hvað þetta væri slakandi og skemmtilegt.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.