Stjarnan er aðeins með þrjú stig eftir sex umferðir í Bestu deild karla. Liðið tapaði á útivelli gegn Fram í kvöld.
Fram vann 2-1 sigur þar sem Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson skoruðu mörkin. Stjarnan er á botni deildarinnar með þrjú stig.
Fram er hins vegar komið með átta stig eftir sex leiki, liðið hefur unnið tvo leiki í röð eftir erfiða byrjun í mótinu.
FH vann á sama tíma 2-1 sigur á Keflavík þar sem Kjartan Henry Finnbogason var á meðal markaskorara. Kjartan Henry var látinn fara frá KR síðasta haust.
Kjartan Henry hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum fyrir FH á meðan KR situr í fallsæti deildarinnar með aðeins þrjú mörk skoruð í sex leikjum.
Fram 2 – 1 Stjarnan
1-0 Orri Sigurjónsson
2-0 Aron Jóhannsson
2-1 Guðmundur Baldvin Nökkvason
FH 2 – 1 Keflavík
1-0 Úlfur Ágúst Björnsson
2-0 Kjartan Henry Finnbogason
2-1 Viktor Andri Hafþórsson