Allt stefndi í að Víkingur væri að tapa sínum fyrstu stigum þegar Nikolaj Hansen skoraði sigurmark gegn ÍBV á 95 mínútu.
Vallaraðstæður í Eyjum voru ekki góðar en Hásteinsvöllur eins og aðrir grasvellir landsins koma afar illa undan vetri.
Bæði lið fengu fína sénsa í leiknum en allt stefndi í markalaust jafntefli þegar Nikolaj Hansen skoraði sigurmark Víkings á 95 mínútu. Var þetta nánast síðasta spyrna leiksins.
Eyjamenn voru síst slakari aðilinn í leiknum en Richard King og Dwayne Atkinson spiluðu báðir sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í dag. Báðir komu til félagsins á dögunum frá Jamaíka.
Víkingur er áfram á toppi Bestu deildarinnar með 18 stig eftir sex leiki, full hús stiga. ÍBV er með sex stig eftir sex leik og er liðið um miðja deild.