Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al Arabi í lokaumferðinni í úrvalsdeildinni í Katar í dag.
Al-Arabi vann þá sigur á Al Sadd en sigurinn dugði ekki til þess að verða meistari.
Al-Arabi þurfti að treysta á að Al-Duhail myndi tapa stigum en liðið vann sannfærandi sigur.
Al-Arabi endaði tímabilið í öðru sæti og var tveimur stigum á eftir meisturunum í Al-Duhail. Aron Einar sem kom til Al-Arabi er 34 ára gamall en næstu leikir hans verða með landsliðinu í júní.