fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Ómar selur hönnunarhöllina í Garðabæ – „Ég get heitið frábærum nágrönnum og dásamlegu hverfi“

Fókus
Mánudaginn 8. maí 2023 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson og fyrrverandi eiginkona hans, Margrét Ýr Ingimarsdóttir, kennari og eigandi Hugmyndabankans, hafa sett Garðabæjarhöllina sína á sölu, en þar hafa þau búið í rúman áratug. Frá þessu greinir Ómar á Facebook.

„Síðastliðin 11 ár höfum við fjölskyldan búið í þessu fallega húsi. Þarna höfum við skapað ógrynni af fallegum og ljúfum minningum, fagnað sigrum og sorgum og tekist á við lífið og allt það sem það býður manni upp á. En allt er breytingum háð. Núna er komið að því að þetta fallega hús haldi utan um aðra fjölskyldu, sem mun vonandi líða jafn vel og okkur hefur liðið í þarna. Ég get heitið frábærum nágrönnum og dásamlegu hverfi.“

Greint var frá því í byrjun mánaðar að Ómar og Margrét væru haldin í sitt hvora áttina eftir um 17 ára samband og tvö börn.

Undanfarin áratug bjuggu þau ásamt börnum í hjarta Garðabæjar við Hofslund. Um er að ræða sannkallaða höll sem hefur verið rækilega tekin í gegn. Berglind Berndsen sá um innanhúshönnun, Brynhildur Sólveigsdóttir arkitekt sá um að harða garðinn og útlitið að húsinu að utan og öll lýsing er hönnuð af Lúmex.

Eignin er skráð 186,6 fermetrar og skiptist í þrjú svefnherbergi, stofu, eldhús, sjónvarpshol, baðherbergi, gestasalerni, þvottahús anddyri og bílskúr. Bílskúrinn hefur þó verið nýttur sem líkamsrækt og afþreyingarherbergi.

„Í fasteignaauglýsingu eignarinnar segir um stofuna, eldhúsið og sjónvarpskrók:„Stofan er virkilega falleg og björt, með gólfsíðum gluggum, sérsmíðuðum innréttingum, rimlum í loftinu og innfelldri lýsingu. Frá stofu er gengið út á fallegan sólpall til há-suðurs með heitum potti og útisturtu. Eldhúsið er með sérsmíðuðum innréttingum, fallegum hvítum stein á borðum, tveimur bakaraofnum, extra stóru span helluborði, innbyggðum tveimur ísskápum og innbyggðri uppþvottavél. Í eldhúsinu er snotur borðkrókur með sérsmíðuðum bekk til þess að tilla sér á og gólfsíðum glugga sem gefur fallega birtu. Fyrir innan stofuna og eldhúsið er sjónvarpskrókur sem hægt er að loka af með fallegum sérsmíðuðum stálhurðum.“

Garðurinn er sagður stór og þar má finna fallegan sólpall til suðurs, heitan pott og útisturtu. Eins er á lóðinni köld útigeymsla sem væri leikur einn að breyta í gufubað.

Ásett verð er 199,9 milljónir og fasteignamat er 111,4 milljónir.

Nánar má lesa um eignina á fasteignavef DV

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu