fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
433Sport

Yfirgefur Liverpool eftir hörmungar tíma – Svona vill hann kveðja

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. maí 2023 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Arthur er þakklátur fyrir tíma sinn hjá Liverpool þó svo að hann hafi alls ekki farið eftir áætlun.

Arthur kom á láni frá Juventus síðasta haust. Liverpool greiddi 4,5 milljónir evra fyrir lánið og innihéldu skiptin kaupmöguleika upp á 37,5 milljónir evra. Ljóst er að hann verður ekki nýttur.

Brasilíumaðurinn hefur verið mikið frá vegna meiðsla og ekki unnið sig inn í liðið eftir að hann náði sér af þeim. Hefur hann aðeins komið við sögu í tveimur leikjum, einum í deildabikarnum og einum í Meistaradeild Evrópu frá komunni á Anfield.

„Ég er tilbúinn í næstu áskorun. Vonandi get ég kvatt Liverpool með því að spila einhverjar mínútur,“ segir Arthur, sem enn á eftir að koma við sögu í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég vil þakka stuðningsmönnunum, félaginu og Klopp. Hann hefur alltaf komið vel fram við mig. Það hefur verið heiður að vinna með honum.“

Arthur skilur ástæður þess að hann fái ekki að spila nú og horfir til framtíðar.

„Nú þegar ég hef náð mér væri ég auðvitað til í að spila meira en ég skil stöðuna núna. Hún er öðruvísi en þegar ég kom.

Mér líður mjög vel núna. Ég tel að La Liga gæti verið möguleiki fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna varð manni að bana og lokaði fyrir alla aðganga á samskiptamiðlum – Talinn hafa verið undir áhrifum vímuefna

Stjarna varð manni að bana og lokaði fyrir alla aðganga á samskiptamiðlum – Talinn hafa verið undir áhrifum vímuefna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórleikurinn fer fram í dag þrátt fyrir snjókomuna

Stórleikurinn fer fram í dag þrátt fyrir snjókomuna
433Sport
Í gær

England: Arenal tapaði stigum í Brighton

England: Arenal tapaði stigum í Brighton
433Sport
Í gær

Willum skoraði í öruggum sigri – Með flotta tölfræði í deildinni

Willum skoraði í öruggum sigri – Með flotta tölfræði í deildinni
433Sport
Í gær

Gríðarleg bjartsýni fyrir árinu hjá Strákunum okkar – „Ég held við séum að fara í einhverja veislu“

Gríðarleg bjartsýni fyrir árinu hjá Strákunum okkar – „Ég held við séum að fara í einhverja veislu“
433Sport
Í gær

Arsenal talið horfa í óvænta átt í janúarglugganum

Arsenal talið horfa í óvænta átt í janúarglugganum