Bandaríska söngkonan Katy Perry var einn af 2300 gestum sem var boðið að vera viðstödd krýningu Karls III Bretakonungs í Westminster Abbey í London á laugardaginn.
Sjá einnig: Allir að spá hver maðurinn í „dulargervinu“ hafi verið við krýningu Karls
Myndband af söngkonunni við krýninguna hefur farið eins og eldur í sinu um netheima en hún virtist hafa átt erfitt með að finna sætið sitt.
Áhorfendur höfðu gaman af þessu og gerðu góðlátlegt grín á Twitter, sem poppstjarnan tók þátt í og greindi frá því þegar hún loksins fann sætið sitt.
CNN, BBC og fleiri miðlar birtu einnig myndbönd af söngkonunni leita að sætinu sínu.