Látbragð Marcus Rashford bendir til þess að leikmenn Manchester United séu að fá nóg af David de Gea. Manchester Evening News segir að framtíð markvarðarins sé í hættu.
Samningur De Gea er á enda í sumar en viðræður um framlengingu hafa farið fram, óvíst er hvort United haldi þeim áfram.
De Gea gaf mark í 1-0 tapinu gegn West Ham í gær en laflaust skot lak framhjá markverðinum og Meistaradeildarsæti er í hættu.
Mynd af Rashford þegar De Gea gaf markið vekur athygli en hann setti hendurnar á höfuð sitt og horfði í átt að Erik ten Hag.
United á fjóra leiki eftir og þarf að vinna þrjá til þess að ná Meistaradeildarsæti en Liverpool andar í hálsmál þeirra.
Sjón er sögu ríkari.