Brentford er það lið í ensku úrvalsdeildinni sem tefur mest, liðið notar rúma hálfa mínútu í að koma boltanum aftur í leik þegar liðið tekur föst leikatriði.
Liverpool er það lið sem kemur boltanum fyrst í leik þegar leikurinn stöðvast. Manchester City er einnig fljótt að koma boltanum í leik.
Það er hins vegar þannig að þegar kemur að markspyrnum er Newcastle með yfirburði í að tefja. Nick Pope er í tæpar 37 sekúndur að koma boltanum aftur í leik.
Alisson hjá Liverpool er hins vegar manna fljótastur að spyrna boltanum í leik.
Þrjár umferðir eru eftir af deildinni en mikið fjör hefur verið í enska boltanum í ár.