Liverpool er á sigurgöngu og virðist ansi líklegt til að ná sér í Meistaradeildarsæti, eitthvað sem þótti ekki líklegt fyrir nokkrum vikum.
Manchester United hefur tapað tveimur leikjum í röð en Newcastle tapaði svo um helgina.
Liverpool er nú stigi á eftir United en lærisveinar Erik ten Hag eiga leik til góða, United þarf þrjá sigurleiki í síðustu fjórum leikjunum til að tryggja Meistaradeildarsæti.
Ljóst er að spennan verður gríðarleg í síðustu umferðunum en hér að neðan eru leikirnir sem liðin eiga eftir.
Öll lið eiga enn von á Evrópusætum en Liverpool virðist líklegt til þess að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru.