fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Horfðist í augu við ótta sinn og fór með bílinn á verkstæði – „Því það eru allir svo leiðinlegir við mann á verkstæðum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 8. maí 2023 13:30

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Sunneva Einarsdóttir horfðist í augu við ótta sinn og fór með bílinn sinn á bifvélaverkstæði á dögunum.

Hún greindi frá þessu í myndbandi á TikTok sem hefur fengið yfir 40 þúsund áhorf.

„Í dag ætla ég að horfast í augu við ótta minn. Fyrir nokkrum dögum þá fékk bíllinn minn nýjan emoji og ég þurfti náttúrulega að hringja í pabba og [spyrja hvað þetta væri],“ sagði Sunneva, en með emoji var hún að meina vélarljós.

Vélarljósið. Mynd/TikTok

„Bíllinn minn er tíu ára, ég er búin að eiga hann í sex ár og ég hef aldrei fengið þennan emoji áður. [Pabbi] sagði mér að fara með hann beinustu leið á verkstæði og athuga hvort það þyrfti að smyrja hann. Og þar kemur kvíðinn minn, að fara með hann á verkstæði, því það eru allir svo leiðinlegir við mann á verkstæðum,“ sagði hún.

Áhrifavaldurinn viðurkenndi að hafa keyrt bílinn í fimm daga með ljósið í mælarborðinu. „En nú þori ég því ekki lengur, ég ætla að horfast í augu við óttann minn og fara með hann á verkstæði,“ sagði hún.

„Alltaf þegar ég hef farið á verkstæði er hlegið í andlitið á manni og látið manni líða eins og maður viti ekkert hvað maður er að gera eða tala um. Það er vissulega þannig en þú þarft ekki að láta mér líða þannig. Sjáum hvernig fer.“

Allt er gott sem endar vel, Sunneva fékk góða þjónustu og það kom í ljós að bíllinn væri í góðu standi.

„Þetta gekk mjög vel og það voru allir mjög vingjarnlegir. Það er ekkert að bílnum mínum heldur einhver villa í skynjara,“ sagði hún.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@sunnevaeinarsTengir einhver við hræðslu við bílaverkstæði?♬ original sound – Sunneva Einars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram