fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Lögmaðurinn óskaði eftir að kæran á hendur honum yrði rannsökuð sem tilraun til fjárkúgunar

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 8. maí 2023 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn, sem kærður var fyrir kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns, óskaði eftir því í byrjun apríl að kæran á hendur honum yrði rannsökuð sem rangar sakargiftir og tilraun til fjárkúgunar.

Í gögnum málsins sem DV hefur undir höndum, segir að tölvupóstar og önnur samskipti hafi farið á milli vinar eiginmanns konunnar og lögmannsins í hið minnsta á annan mánuð áður en kæran var loks  lögð fram um miðjan febrúar. Ítrekar vinur mannsins í þeim samskiptum að hann, fyrir hönd hjónanna, vilji eiga með lögmanninum fund til þess að ræða „framhald málsins.“

Skýrslutökur í málinu fóru fram í lok þess sama mánaðar þar sem lögmaðurinn, sem er með málflutningsrétt fyrir Landsrétti, vísaði í umrædd gögn.

Fyrr í dag sagði Vísir frá því að kæra hafi verið lögð fram gegn lögmanni og að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu væri með málið til flýtimeðferðar vegna starfa lögmannsins sem reglulega er í forsvari í málum sem vekja athygli fjölmiðla.

Viðurkennir að hafa átt í langvarandi kynferðislegu sambandi við konuna

Fram kemur í gögnum málsins að lögmaðurinn viðurkenni að hafa átt í langvarandi kynferðislegu sambandi við konuna  og að það hafi verið með samþykki beggja aðila.

RÚV greindi frá því í hádegisfréttum sínum að samkvæmt kollegum hafi viðkomandi lögmaður ítrekað orðið uppvís að óviðeigandi samskiptum við skjólstæðinga sína og athugasemdir hafi verið gerðar við vinnubrögð hans. Þá stæði til að stjórn Lögmannafélagsins myndi funda um málið í hádeginu en ekkert í siðareglum félagsins segi þó til hvort að slík náin kynni við aðstandenda skjólstæðings séu óæskileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju
Fréttir
Í gær

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“