fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Líður vel í Los Angeles – „Ég sem er vanur að vinna með fólki frá Breiðholti eða Kópavogi!“‘

Fókus
Mánudaginn 8. maí 2023 14:29

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem gengur undir listanafninu Auður, líður vel í Los Angeles og gerir upp tíma sinn þar í færslu á Instagram.

Hann segir að gamall draumur hafi ræst þegar hann flutti í borg englanna, sem hann segir vera fulla af sköpunarkrafti.

„Hér eru kóresk píanóséní, sveittir Chicago rapparar, franskir synþagaldramenn, ástralskar söngdívur og afrískir autotunekóngar. Ég sem er vanur að vinna með fólki frá Breiðholti eða Kópavogi!“ segir hann.

Mynd/Instagram

„Á hverju götuhorni er efniviður í bíómynd. Leikkona á leið í myndatöku, hinsegin fólk í nýjustu götutísku og djasssaxófónleikari að harka fyrir utan Whole Foods. Hér eru allir stjörnur og elska sólskinið. Rússar og Úkraínumenn fara á sömu deep house kvöldin í Downtown LA. Suður Amerískir food trucks og geggjaður thaímatur sem er svo sterkur að „mild“ er það eina sem ég höndla,“ segir tónlistarmaðurinn.

„Mannflóran er endalaus. Ég hef miklar áhyggjur af því hvort ég sé ófyndnari á ensku sem þýðir ég tala minna og hlusta meira. Ekki veitir af!“

Auðunn hefur lært að heilsa á kóresku og rifjar upp spænskuna þegar hann fer í Uber.

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram

Heimilið hans hefur tekið á sig mynd og líður honum vel þar.

„Íbúðin mín er orðin kósý. Ég keypti plakat af Laxness en á eftir að festa það uppá vegg. Hér er sólsetrið fallegt og morgunbirtan full af orku,“ segir hann.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Luthersson (@auduraudur)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife