fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn lögreglukonu við skyldustörf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. maí 2023 18:30

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir kynferðisbrot og brot gegn valdstjórninni vegna atviks sem átti sér stað fimmtudagskvöldið 14. apríl árið 2022.

Maðurinn er sakaður um að hafa þá brotið af sér í lyftu í fangageymslu lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. Er hann sagður hafa gripið um klof lögregukonu sem var við skyldustörf. Einnig er hann sakaður um að hafa hrækt á konuna inni í fangaklefa stuttu síðar.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Lögreglukonan krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur.

Aðalmeðferð verður í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 8. júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu