Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir ofbeldisbrot sem átti sér stað inni á skemmtistað í desember árið 2017. Maður er ákærður fyrir að hafa slegið annan mann í höfuðið með glerglasi sem brotnaði við höggið. Afleiðingarnar voru þær að árásarþolinn hlaut opið sár og yfirborðsáverka á höfði, sem og mar á öxl og upphandlegg.
Héraðssaksóknari krefst þess að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkosnaðar.
Árásarþolinn krefst tæplega 1,2 milljóna króna í miskabætur.
Ekki liggur fyrir hvers vegna málið hefur dregist svona lengi í réttarkerfinu en fyrirtaka verður við Héraðsdóm Reykjaness þann 9. júní næstkomandi.