Íþróttavikan hefur hafið göngu sína á nýjan leik en þátturinn verður aðgengilegur á DV.is og í Sjónvarpi Símans. Nýr þáttur verður aðgengilegur alla föstudaga.
Helgi Fannar Sigurðsson, íþróttablaðamaður og sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson munu stýra Íþróttavikunni saman. Hjörvar Hafliðason var gestur í fyrsta þætti þeirra félaga.
Adam Ægir Pálsson hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar þar sem af er. Hann gekk í raðir Vals frá Víkingi í vetur. Adam hefur þegar skorað þrjú og lagt upp jafnmörg.
„Það væri hægt að hjóla í Víkingana ef þeim gengi ekki svona vel. Þeir hafa væntanlega séð eitthvað í honum sem þeir voru ekki að fýla en það eru ekkert margir leikir sem hann spilar án þess að skora og leggja upp,“ segir Hjörvar.
Valur vann svo glæsilegan 5-0 sigur á KR í gær og er í flottum málum eftir sex leiki í deildinni. Er liðið á toppnum með 15 stig, þó Víkingur geti vissulega endurheimt toppsætið í kvöld.
Umræðan í heild er hér að neðan.