Ian Wright hélt ekki aftur af sér um helgina er hann horfði á leik sinna manna í Arsenal gegn Newcastle.
Arsenal goðsögnin fjallaði um leikinn ásamt Alan Shearer, goðsögn Newcastle.
Martin Ödegaard kom Arsenal yfir í fyrri hálfleik áður en Skytturnar tvöfölduðu forskot sitt með sjálfsmarki Fabian Schar í þeim seinni.
Wright öskraði af kæti þegar Arsenal skoraði mörk sín í leiknum. Það sama má ekki segja um Shearer sem var með honum í setti.
Úrslitin þýða að Arsenal er stigi á eftir toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Síðarnefnda liðið á þó leik til góða og staðan enn erfið fyrir Arsenal.
Hér að neðan má sjá þegar Wright fagnaði fyrir framan Shearer.
😂 Ian Wright celebrating Arsenal’s goals in front of former Newcastle forward Alan Shearer. #afc pic.twitter.com/i9bzf3KpKn
— DailyAFC (@DailyAFC) May 7, 2023