fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Grænkerafjölskylda kvartar undan kjötlykt

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 8. maí 2023 19:00

Kjöt í vinnslu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega sendi fjölskylda nokkur í Ástralíu nágranna sínum bréf. Bréfið var handskrifað og væntanlega verið sett í bréfalúgu nágrannans. Bréfið var undirritað „Sarah, Wayne og börn“.

Í bréfinu kemur fram að fjölskyldan sé grænkerar (e. vegan) og óski eindregið eftir því að nágranninn loki glugganum hjá sér þegar hann eldi kjöt þar sem lyktin framkalli ógleði og slæmar tilfinningar hjá fjölskyldunni.

Svo virðist sem nágranni fjölskyldunnar hafi ekki kunnað sérstaklega að meta þessa sendingu og birti bréfið á Facebook og eins og við manninn mælt dreifðist það um heimsbyggðina.

Skiptar skoðanir eru meðal netverja um hversu sanngjörn ósk fjölskyldunnar er. Sum telja um forréttindahyggju að ræða hjá fjölskyldunni. Önnur segja að fjölskyldan ætti að flytja eða að nágranninn ætti að halda grillveislu við opna gluggann.

Sum hafa þó tekið upp hanskann fyrir fjölskylduna og benda á að bréfið sé kurteislegt. Spyrja þau hvort það sé ekki algjör óþarfi að bregðast við með rætnum athugasemdum og hvort nágranninn geti ekki einfaldlega sýnt fjölskyldunni þá tillitssemi að loka glugganum.

Hvað finnst lesendum? Er það til of mikils ætlast að biðja nágranna sinn að hafa gluggann lokaðan á meðan hann er að elda kjöt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“