Valur burstaði KR 5-0 í Bestu deild karla í gær.
Kristinn Freyr Sigurðsson kom þeim yfir á 18. mínútu áður en Guðmundur Andri Tryggvason skoraði annað markið skömmu síðar. Aron Jóhannsson kom Val svo í 3-0 eftir tæpan klukkutíma leik. Skömmu síðar gerði Tryggvi Hrafn Haraladsson endanlega út um leikinn með marki og innsiglaði hann 5-0 sigur í lokin.
Adam Ægir Pálsson var á sínum stað í byrjunarliði Vals, en hann hefur farið afar vel af stað á leiktíðinni.
Hann átti þó dýfu í leiknum í gær sem seint fer í sögubækurnar á meðal þeirra bestu.
Fór Adam seint niður við enga snertingu.
Það var vakin athygli á þessu á Twitter. Atvikið er hér að neðan.
Held að @Adampalss ætti bara að leggja skóna á hilluna og sækja um í Hollywood🕺🏼 #fotboltinet #bestadeildin pic.twitter.com/snV6suyQfp
— Steindór Máni Björnsson (@Steindor_mb) May 7, 2023