Kvikmyndastjarnan Michael J. Fox segir að hraðinn á líf hans á sínum tíma hafi gert það að verkum að hann man ekki eftir sumum kærustunum sínum á þeim tíma. Frægðarsól Fox skein hvað skærast á níunda áratug síðustu aldar þegar Back to the future-trílógían gerði allt vitlaust í kvikmyndahúsum en á þeim tíma var Fox afar eftirsóttur piparsveinn.
„Þegar ég hugsa tilbaka til þessa tíma þá var þetta algjör klikkun. Sjáðu allar þessar stúlkur sem ég var að hitta. Ég man ekki einu sinni eftir sumum þeirra,“ sagði Fox á blaðamannafundi í tilefni af frumsýningu heimildarmyndarinnar Still á Apple+ en myndin fjallar um baráttu Fox við Parkinson-sjúkdóminn sem hann hefur háð í þrjá áratugi.
Tók hann sem dæmi að hann man ekkert eftir því að hafa verið að hitta Susanna Hoffs söngkonu The Bangles en í ljósi vinsælda hljómsveitarinnar vakti samband þeirra mikla athygli árið 1986. Tveimur árum síðar hitti Fox eiginkonu sína, Tracy Pollan, sem hefur staðið sem klettur við hlið hans í baráttunni síðan en saman eiga þau fjögur börn.