West Ham 1 – 0 Manchester United
1-0 Said Benrahma(’27)
Said Benrahma tryggði West Ham sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Manchester United.
Aðeins eitt mark var skorað í London en Benrahma gerði það í fyrri hálfleik eftir slæm mistök David de Gea í marki gestanna.
De Gea missti skot Benrahma af löngu færi í markið sem varð til þess að hans lið tapaði leiknum.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og fagnar David Moyes sigri gegn sínum gömlu félögum.