fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Óvæntur gestur stal senunni við krýningu Karls – „Maðurinn með ljáinn er mættur“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. maí 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milljónir manna fylgdust með krýningu Karl III Bretakonungs í Westminster Abbey í gær. Færri gestir komumst líklega að en vildu, en um 2300 gestum var boðið við athöfnina. Þúsundir fylgdust síðan með á götum London, og milljónir í beinni útsendingu.

Einn gestur lét sig þó engu varða um boðskort, sjálfur maðurinn með ljáinn. Myndband sem Joe nokkur deildi á Twitter sýnir gestinn ganga um gólf Westminster. Tæpar 2 milljónir hafa horft á myndbandið.

„Er þetta alvöru?“

„Maðurinn með ljáinn er mættur“

„Þetta er eins og sena úr Exorcist“

„Ég er búinn að horfa á þetta myndskeið nokkrum sinnum og næ ekki utan um tengingu tónlistarinnar við komu mannsins með ljáins“

Fjölmargir hafa velt fyrir sér hver þarna birtist, en líklega er um einhver kirkjustarfsmann að ræða sem hefur ákveðið að bregða á leik.

Atvikið má sjá hér á mínútu 20.32.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart