fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Bíl Freys 19 ára fatlaðs drengs stolið – „Þetta er brjálæðislega ósvífið, aðilinn veit alveg hvaðan hann er að taka bílinn“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. maí 2023 16:54

Freyr Vilmundarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíl Freys Vilmundarsonar, sem verður tvítugur 19. júní, var stolið aðfararnótt laugardagsins 6. maí. Freyr er búsettur á sambýlinu Árlandi, Árlandi 10 í Fossvogi í Reykjavík. Um er að ræða bifreið af tegundinni HYUNDAI I20, árgerð 2022, með bílnúmerið EGD 17.

Þetta er brjálæðislega ósvífið. Og manni finnst þetta ennþá ósvífnara þegar þetta er gert á sambýli fyrir fatlaða, þjófnaður er auðvitað alltaf ósvífinn, en aðilinn veit alveg hvaðan hann er að taka bílinn. Og það kom í ljós að hann var búinn að vera eitthvað að sniglast fyrir utan,

segir Vilmundur Hansen, faðir Freys í samtali við DV.

Farið var inn á sambýlið um nóttina og lyklum að bílnum stolið, en Vilmundur segir lyklana ekki geymda í íbúð sonar hans.

„Hann hefur reyndar ekki þroska til að átta sig á hvað hefur gerst,“ segir Vilmundur aðspurður um hvernig syninum líði vegna atviksins. „Þetta snýst aðallega um að það er einn sameiginlegur bíll fyrir alla íbúa. Það var haldin söfnun fyrir bílnum hans Freys í gegnum Facebook, hann fær einhver laun og er að greiða síðustu afborganirnar af bílnum. Tjónið fyrir hann er aðallega þessi skerðing á lífsgæðum. Það að fara út að keyra er það skemmtilegasta sem hann gerir og að spila tónlist. Hann á bílinn, þetta er splunkunýr bíll.“  Freyr keyrir bíllinn ekki sjálfur, heldur umsjónaraðili hans. 

Bílinn gerið Frey mögulegt að njóta lífsins á sinn hátt og vera ekki bundin öðrum en gæslumanni sínum hverju sinni til að fara í sund og gera annað sem honum þykir skemmtilegt.

„Starfsmenn Árlands komast að þjófnaðinum, láta okkur foreldrana vita og hringja í lögregluna og tilkynna þjófnaðinn,segir Vilmundur. Ár er síðan Freyr flutti í Árland, og segir Vilmundur sambýlið nýtt og glæsilegt.

Vilmundur birti færslu um þjófnaðinn á Facebook. „Það hafa verið mikil viðbrögð eftir að ég setti færsluna inn, fólk er greinilega vakandi.  

Vilmundur segir lögreglu vera að leita að bílnum, en lögreglan telur að búið gæti verið að setja númerið MYS 24 á bílinn. Karlmaður stal bílnum og af lýsingum vitna að dæma er vitað hver tók bílinn og hvetur Bjarki Gíslason, vinur Freys og starfsmaður Árlands, viðkomandi einstakling til að hafa samband og leysa málið í síma 7734499 (Bjarki) eða með því að hringja í 112.

Myndin er af sams konar bíl og bíl Freys.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt