fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Katrín og Kristín selja miðbæjarperluna

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. maí 2023 14:30

Kristín og Katrín Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Odds­dótt­ir lög­fræðing­ur og Krist­ín Ey­steins­dótt­ir rektor Lista­há­skóla Íslands hafa sett hús ein­býl­is­hús sitt á Bergstaðastræti á sölu. Katrín og Krist­ín keyptu húsið árið 2015 og gerðu upp. Hjón­in skildu nýlega, en þær eiga saman tvö börn. Smartland greinir frá.

Sjá einnig: Katrín og Kristín skilja eftir 16 ára hjónaband

Eignin er 182,2 fm timburhús á steyptum kjallara, byggt árið 1920. Húsið skiptist í kjallara, hæð og ris, og er í dag innréttað sem tvær íbúðir, hæð/ris annarsvegar og sér íbúð á jarðhæð, auðvelt er að breyta til baka í einbýli.  Á lóðinni er einnig nýtt frístandandi hús um 19 fm, sem er innréttað sem stúdíóíbúð.

Íbúð á hæð/risi skiptist í anddyri/gang, tvær samliggjandi stofur og eldhús í opnu rými og baðherbergi. Í risi er hol, þar sem er tengi fyrir þvottavél og þurrkara á flísalögðu gólfi, og þrjú svefnherbergi, að hluta til undir súð og því óskráðir fm til viðbótar. Í risinu eru fjórar súðargeymslur.

Íbúð á jarðhæð skiptist í anddyri/gang, stofu, tvö herbergi, eldhús, baðherbergi og lítið salerni og vask í öðru rými.

Stúdíóíbúð í sérhúsi er með svefnaðstöðu, góðri eldhúsinnréttingu og flísalögðu baðherbergi með sturtu og tengi fyrir þvottavél. 

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024