fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Eliza hélt upp á afmælisdaginn í Buckinghamhöll

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. maí 2023 13:30

Eliza Reid forsetafrú mun setja herferðina af stað Mynd: Valgarður Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eliza Jean Reid sagnfræðingur og forsetafrú Íslands fagnaði afmæli sínu á föstudag en hún varð 47 ára. Eliza hélt upp á afmælið ásamt eiginmanninum, Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í London þar sem hjónin sóttu krýningarathöfn Karls III Bretakonungs í gær, laugardag.

Eru það viðbrigði frá fyrra ári þegar Eliza hélt ein upp á afmæli sitt í Bandaríkjunum.

„Þegar ég endaði óvart ein á brasilísku „allt sem þú getur borðað“ kjöthlaðborði í Houston í Texas á afmælisdaginn minn í fyrra, hélt ég að ég hefði upplifað minn óvenjulegasta afmælisdag,“ segir Eliza á Facebook.

„En í dag fagnaði ég 47 árum í móttöku í Buckingham höll í tilefni af krýningu Karl Bretakonungs á morgun. Það má ekki mynda í höllinnin, en hér er ein af okkur hjónunum tekin eftir kvöldið. Ég hlakka til á morgun, og takk fyrir allar kveðjurnar í dag. Ég er mjög þakklát.“

„Heillaóskir til Karls konungs III. og Camillu drottningar við krýningu þeirra. Heiður að sækja þann viðburð í Westminster Abbey í dag,“ segir Eliza. Forsetahjónin voru sannarlega glæsilegir fulltrúar okkar um helgina.

Fókus óskar Elizu til hamingju með afmælið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“