fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Líkir málum Sigmars og Eddu saman – „Þetta er eins og að bera saman Jeffrey Dahmer við Alec Baldwin“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. maí 2023 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, líkir málum Sigmars Vilhjálmssonar og Eddu Falak saman og spyr hvort að Sigmar hafi nú með því að viðurkenna lygi sína ekki misst trúverðugleika sinn.

„Er Simmi Vil ekki búinn að missa trúverðugleika sinn? Eru allir viðmælendur hans í hlaðvarpinu hans ekki búnir að missa trúverðugleika sinn? Verður hann rekinn úr starfi eða gert að hætta hlaðvarpinu?“ segir Valgerður í færslu á Facebook.

Sigmar greindi frá því í vikunni að hann hefði tekið hús sitt í Mosfellsbæ af sölu og hygðist í sumar ætla að stunda bíllausan lífsstíl og hjóla frá heimili til vinnu, en Sigmar er eigandi Minigarðsins í Skútuvogi og er leiðin um 13 km. Sigmar er einnig stjórnarmaður Atvinnufjelagsins og annar stjórnenda hlaðvarpsins 70 mínútur.

Sigmar greindi þó ekki frá ástæðu breytta lífsstílsins fyrr en aðspurður í Bakaríinu á Bylgjunni, þegar Svavar Örn spurði: „Simmi, það er ekki lygaramerki á tánum og svartur blettur á tungunni – misstirðu ekki bara prófið?“ Sigmar svaraði játandi, sagðist hafa misst það í byrjun maí og fá prófið aftur í lok ágúst.

Sjá einnig: Ástæðan fyrir því að Simmi tók upp bíllausan lífsstíl er sú að hann missti bílprófið

„Athafnamaður með vinsælt hlaðvarp laug. Simmi sem hefur verið mikill talsmaður einkabílsins sagðist hafa skipt um skoðun og myndi nú taka upp bíllausan lífsstíl til reynslu í 3 mánuði. Hann semsagt braut lög, missti prófið og laug svo um það. Hann viðurkenndi svo lygina og allir karlarnir sem hlusta á hlaðvarpið hans og hinir líka klappa fyrir því að hann hafi viðurkennt að hafa framið glæp en ekki skipt um skoðun. Nei líklega ekki, það er nefnilega ekki sama hvort það er kona eða karl sem hliðrar til sannleikanum, karl kemst upp með að fremja glæp og ljúga svo um hann en konu er slaufað, rekin og nídd. (þó hún hafi ekki einu sinni framið glæp),“

segir Valgerður í færslunni og segir þá blinda sem sjái ekki tvískinnunginn í málinu.

Líkir hún máli Sigmars við mál Eddu Falak, sem rak hlaðvarpið Eigin konur, þar sem þolendur ofbeldis stigu fram og sögðu sögu sína. Edda hóf síðan störf sem blaðamaður á Heimildinni, en hætti þar í kjölfar þess að upp komst um missögn hennar hvað varðar bakgrunn hennar. Frosti Logason sem heldur úti þættinum Brotkast sagðist í þætti sínum hafa afhjúpað lygar Eddu, en rétt er að geta þess að þau tvö hafa lengi eldað grátt silfur saman.

Sjá einnig: Frosti segist hafa afhjúpað Eddu Falak – Segir hana ljúga til um starfsreynslu sína, beiti hótunum og andlegu ofbeldi

Segir Valgerður að Eddu hafi verið slaufað í kjölfar málsins, sem henni finnst ekki réttlátt. Sama eigi við um Sigmar.

„PS. Mér finnst ekki að Simma eigi að vera slaufað fyrir þetta, en mér fannst heldur ekki að Eddu átti að vera slaufað, ég vil að „réttlætisriddarar“ eigi að vera sanngjarnir og opna augun fyrir kynbundinni mismunun.“

Ekki allir sammála Valgerði

Sitt sýnist hverjum um málið í athugasemdum við færslu Valgerðar. Þór Saari, fyrrum þingmaður, segir: „„Athafnamenn“ eru það sem þeir eru vegna þess að þeir umgangast flestir bæði sannleikann og lögin af léttúð. Þeir kalla sig líka alfa-menn og þykjast þannig einnig vera merkilegri en aðrir. Þessi er bara einn af þeim, þeir eru því miður víða.“

„Er ég bara í alvöru að lesa þetta rétt hjá þér? Að það sé sambærilegt að ljúga um kynferðislegt ofbeldi og að missa bílprófið? Ein manneskja er í veitingargeiranum og hin fréttakona sem kennir sig við það byrja herferð sem landsmenn treystu á? Ekki misskilja, ég er mjög ánægður með herferðina og allt sem Edda hefur gert til að hjálpa konum (og örugglega körlum) að stíga fram á öruggari máta en hlutirnir eru ekki svo svartir og hvítir að maður sér ekki greinarmun þarna á milli,“ segir Árni Óðinsson, leiðsögumaður.

Nichole Leigh Mosty, fyrrum þingmaður Bjartrar framtíðar, segist strax hafa vitað að annað lægi að baki ákvörðun Sigmars og líkir honum við Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta.

„Satt að segja þegar ég sá yfirlýsingu um „bilaslausan lífsstíll” vissi ég að eitthvað annað lág bakvið þessa ákvörðun hann er bara þannig týpu. Hélt að þetta var bara BS áróður vegna þess að hann selti ekki husið í Moso. Aldrei var þetta trúverðugt… ekki er hann athafnamaður sem ég hef trú á er að gera eitthvað sem einhvern vegin snýst ekki um eigin hagsmunur ég les aldrei meira en fyrirsögn þegar frétt um honum er birt. Þetta nýjast hefur eingin áhrif á trúveruleiki hans… meira strykir undir hversu ótrúverulegir hann er. Svolítið eins og nýjasta frétt um Trump birtist okkar..gert er grein fyrir því að hann er fífl og hans fólk mun auðvitað standa honum til varnar óháð hversu stórt eða lítið afbrot er.“

Karlmaður klikkir út með athugasemdinni: „Þetta er eins og að bera saman Jeffrey Dahmer við Alec Baldwin“ og vísar þar til raðmorðingjans og kynferðisafbrotamannsins Dahmer, sem myrti 17 karlmenn, var haldinn náhneigð og stundaði mannát, og leikarans Baldwin, sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa skotið samstarfskonu við tökur á kvikmynd, en málið var látið niður falla. Ættingjar hennar hyggja á einkamál við leikarann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“