Harry Kane er orðinn næst markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar eftir mark gegn Crystal Palace í gær.
Kane hefur skorað 209 mörk í aðeins 317 deildarleikjum en hann er eins og flestir vita leikmaður Tottenham.
Alan Shearer hefur lengi verið markahæstur í sögu úrvalsdeildarinnar en hann skoraði 260 mörk á sínum ferli.
Kane tók fram úr Wayne Rooney með marki sínu í gær en sá síðarnefndi skoraði 208 fyrir Manchester United og Everton.
Allar líkur eru á að Kane muni bæta metið ef hann heldur sig á Englandi en hann hefur þó verið orðaður við brottför til Spánar.