Fyrrum knattspyrnumaðurinn Micah Richards vakti heldur betur athyugli í gær er hann sást í setti Sky Sports.
Richards er reglulegt andlit hjá Sky Sports en hann fjallar þar um fótbolta og lék á sínum tíma fyrir Manchester City á Englandik.
Richards sást í heldur betur undarlegum jakkafötum í gær er hann var þar ásamt samstarfsmanni sínum Jamie Redknapp.
Richards vann einhvers konar veðmál fyrr á árinu við Redknapp og þurfti sigurvegarinn að klæðast ákveðnum fötum í beinni útsendingu.
Það var Redknapp sem hannaði þessi jakkaföt sem eru ekki þau bestu og þarf engan snilling til að átta sig á því.
Sjón er sögu ríkari.
What is going on here?! 🤣🤣
Micah Richards wearing a suit designed by Jamie Redknapp… pic.twitter.com/TwGZxFbtLB
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 6, 2023