Genoa er búið að tryggja sæti sitt í Serie A á nýjan leik en með liðinu leikur Albert Guðmundsson.
Albert spilaði 82 mínútur í dag er Genoa vann 2-1 sigur á Ascoli sem reyndist nóg til að tryggja sæti í efstu deild.
Genoa lék lengi vel í efstu deild en féll á síðustu leiktíð en var ekki lengi að tryggja sætið að nýju.
Albert hefur verið einn allra besti leikmaður Genoa á tímabilinu og hefur spilað stórt hlutverk í að hjálpa félaginu upp.