fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Framkvæmdastjóri Ölmu segir að tveggja mánaða skuld geti ekki leitt til útburðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. maí 2023 18:00

Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, segir að útburður á leigjendum sé sjaldgæfur og meira þurfi að koma til en tveggja mánaða leiguskuld til að leigjandi sé borinn út. Vísir greinir frá þessu.

Við greindum frá því í vikunni að 79 ára gamall maður, Ólafur Ögmundsson, og fatlaður sonur hans sem notast þarf við hjólastól, voru bornir út úr leiguíbúð í eigu Ölmu við Hátún, með atbeina sýslumanns og lögreglu.

Sjá einnig: Ólafur og fatlaður sonur hans voru bornir út úr leiguhúsnæði í gær – „Endist ekki lengi svona“

Ólafur sagði við DV að hann hefði lent tvo mánuði á eftir með leiguna í kjölfar þess að hann veiktist hastarlega af Covid í ferð til Spánar. Hann hafi hins vegar greitt leiguna marga undanfarna mánuði.

Ingólfur hjá Ölmu segir í viðtali við Vísi:

„Þetta ferli er þungt og erfitt fyrir alla aðila sem koma að málinu og því allra síðasta úrræði sem leigusalar leita til.“

Hann segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en að meira þurfi að koma til en tveggja mánaða vanskil á leigu til að leigjandi sé borinn út:

„Það má einnig taka fram að þegar svona mál eru komin í útburðarferli þá er af og frá að upphæð skuldar nemi aðeins tveggja mánaða leigu. Svona ferli teygir sig yfir margra mánaða tímabil og kostnaður og ógreiddar skuldir eftir því.“

Ólafur greindi frá því að Umboðsmaður skuldara hefði staðfest með bréfi til Ölmu að skuldin yrði greidd en það hefði ekki breytt ákvörðun leigufélagsins um útburð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks