Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að morðið á Bartlomiej Kamil Bielenda, 27 ára gömlum Pólverja sem stunginn var til bana fyrir utan Fjarðarkaup að kvöldi sumardagsins fyrsta, liggi að mestu ljóst fyrir. RÚV greinir frá.
Grímur býst við því að ljúka rannsókninni innan sex vikna og senda málið til héraðssaksóknara. Þrír ungir karlar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Enn þeirra, 19 ára gamall, er í fangelsinu á Hólmsheiði, en hinir tveir eru undir 18 ára aldri og eru vistaðir að Stuðlum. Einn þessarra manna hefur játað að hafa orðið Bartlomiej að bana.
Lögreglan er með myndskeið sem ung stúlka tók af árásinni. Stúlkan sat um tíma í gæsluvarðhaldi en var látin laus eftir að Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir henni úr gildi.