Thomas Tuchel, nýr stjóri Bayern Munchen, hefur ekki verið í sambandi við einn leikmann liðsins, Marcel Sabitzer.
Sabitzer er 29 ára gamall en hann yfirgaf Bayern í janúar og skrifað undir hjá Manchester United.
Um var að ræða lánssamning út tímabilið en hvað Sabitzer gerir í sumar þarf að koma í ljós á næstu mánuðum.
Sabitzer útilokar ekki að spila fyrir Bayern aftur en Tuchel hefur hingað til ekki tekið upp símann og hringt í miðjumanninn.
,,Hingað til hefur hann ekki haft samband við mig. Allir eru einbeittir að sínu verkefni,“ sagði Sabitzer.
,,Í hvaða átt þetta stefnir, við munum sjá það seinna og svo munum við vonandi ræða málin á rólegu nótunum.“