Sam Allardyce er nýr þjálfari Leeds og er það hans verkefni að koma í veg fyrir fall á þessu tímabili.
Allardyce hefur þjálfað ófá lið í fallbaráttunni á Englandi en hefur einu sinni fallið og það var með West Bromwich Albion.
Þessi ráðning kom mörgum á óvart en það tók Allardyce ekki langan tíma að segja já við Leeds þó að eiginkona hans hafi ekki horft á hlutina sömu augum og hann.
,,Þetta snýst um að komast út úr húsi. Það er alltaf hægt að hreyfa sig en það er svo leiðinlegt þegar þú ert einn,“ sagði Allardyce.
,,Þú þarft að ná þessum 10 þúsund skrefum og allt það en það gæti gerst hér án þess að ég myndi taka eftir því.“
,,Eiginkonan mín hélt að þetta væri brandari,“ bætti fyrrum enski landsliðsþjálfarinn við.
Allardyce segir svo einnig að hann gæti auðveldlega unnið þrennuna á Englandi ef hann fengi að vinna með leikmönnum Manchester City.
,,Klárlega. Leikmennirnir gera þig að góðum þjálfara og stjóra. Það er þitt starf að ná sambandi við þessa leikmenn.“
,,Ég myndi ekki segja að það sé auðveldara verkefni en það yrði mun skemmtilegra en að vera í fallbaráttunni. Ég myndi sofa mjög rólega í nótt ef ég væri með þessa leikmenn í mínum röðum.“