fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Segist muna eftir því er hann var innan í móður sinni

Fókus
Laugardaginn 6. maí 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Nicolas Cage hefur séð tímanna tvenna og býr greinilega yfir einstöku minni, ef marka má ummæli sem hann lét falla í The Late Show.

Þar var hann spurður um sýna fyrstu minningu.

„Leyfðu mér að hugsa,“ svaraði Cage. „Sjáðu nú til, ég veit að þetta hljómar ótrúlega og ég veit ekki hvort þetta sé raunverulegt, en stundum held ég að geti munað allt aftur í legið og finnst eins og ég hafi séð andlit í myrkrinu eða álíka.“

Hann hélt svo áfram:

„Ég veit að þetta hljómar rosalega abstrakt, en einhvern veginn finnst mér eins og þetta hafi átt sér stað. Nú þegar ég er ekki lengur í leginu, hugsa ég að kannski hafi þetta hafi kannski verið titringur frá raddböndum sem bárust í gegnum mig á þessu stigi. Þetta eru minningar sem hafa fylgt mér lengi. Ég veit ekki. Þetta kemur upp í hugann. Ég veit ekki hvort ég muni eftir því að vera á fósturstigi, en ég velti því fyrir mér.“

Vísindin hafa þó bent til þess að leikaranum sé líklega að misminna. Prófanir hafa verið gerðar á börnum sem enn eru í móðurkviði sem benda til þess að börn geti myndað minningar eftir 30 vikna meðgöngu, en þær minningar endist aðeins í nokkrar klukkustundir á því stigi. Getan til að halda í minningarnar eykst svo með aldrinum og langtímaminnið kemur til sögunnar í kringum þriggja ára aldur, en þó stundum fyrr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram