fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Svar Gary hafi komið á óvart ef horft er til fyrri ára – „Hann er allt annar maður í dag“

433
Sunnudaginn 7. maí 2023 18:00

Gary Martin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan hefur hafið göngu sína á nýjan leik en þátturinn verður aðgengilegur á DV.is og í Sjónvarpi Símans. Nýr þáttur verður aðgengilegur alla föstudaga.

Helgi Fannar Sigurðsson, íþróttablaðamaður og sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson munu stýra Íþróttavikunni saman. Hjörvar Hafliðason var gestur í fyrsta þætti þeirra félaga.

Gary Martin, leikmaður Selfoss, var í ansi áhugaverðu viðtali hér á 433.is í síðustu viku. Þar ræddi hann meðal annars fyrirliðabandið sem tekið var af honum í vetur.

„Það er eins og það er. Félagið tók ákvörðun og ég skil hana,“ svaraði Gary.

„Ég held að 90% af leikmönnum okkar séu ungir leikmenn frá Selfossi. Ef þú færð slíka ábyrgð þarftu að stíga upp.“

video
play-sharp-fill

Gary sagðist einnig hafa mikla trú á komandi kynslóð Selfyssinga í boltanum.

„Ég hef verið að þjálfa undanfarið og það eru hundruðir barna sem gætu spilað fyrir Selfoss í framtíðinni. Ég skil að þau vilji nota ungan leikmann sem fyrirliða svo að börnin á Selfossi sjái að þau eigi möguleika.

Vonandi er þetta rétt ákvörðun hjá félaginu sem skilar mörgum leikmönnum upp.“

Hrafnkell var afar heillaður af svari Gary í viðtalinu.

„Þetta var gott svar hjá honum. Það er greinilegt að hann og Dean Martin hafa rætt saman og hann sammála honum.“

Það kom honum þó líka aðeins á óvart.

„Gary Martin hefði ekki svarað svona fyrir 5-6 árum en hann er allt annar maður í dag.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur
Hide picture