Íþróttavikan hefur hafið göngu sína á nýjan leik en þátturinn verður aðgengilegur á DV.is og í Sjónvarpi Símans. Nýr þáttur verður aðgengilegur alla föstudaga.
Helgi Fannar Sigurðsson, íþróttablaðamaður og sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson munu stýra Íþróttavikunni saman. Hjörvar Hafliðason var gestur í fyrsta þætti þeirra félaga.
Gary Martin, leikmaður Selfoss, var í ansi áhugaverðu viðtali hér á 433.is í síðustu viku. Þar ræddi hann meðal annars fyrirliðabandið sem tekið var af honum í vetur.
„Það er eins og það er. Félagið tók ákvörðun og ég skil hana,“ svaraði Gary.
„Ég held að 90% af leikmönnum okkar séu ungir leikmenn frá Selfossi. Ef þú færð slíka ábyrgð þarftu að stíga upp.“
Gary sagðist einnig hafa mikla trú á komandi kynslóð Selfyssinga í boltanum.
„Ég hef verið að þjálfa undanfarið og það eru hundruðir barna sem gætu spilað fyrir Selfoss í framtíðinni. Ég skil að þau vilji nota ungan leikmann sem fyrirliða svo að börnin á Selfossi sjái að þau eigi möguleika.
Vonandi er þetta rétt ákvörðun hjá félaginu sem skilar mörgum leikmönnum upp.“
Hrafnkell var afar heillaður af svari Gary í viðtalinu.
„Þetta var gott svar hjá honum. Það er greinilegt að hann og Dean Martin hafa rætt saman og hann sammála honum.“
Það kom honum þó líka aðeins á óvart.
„Gary Martin hefði ekki svarað svona fyrir 5-6 árum en hann er allt annar maður í dag.“