fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Afþakkaði Rúnar fjármuni fyrir styrkingum? – „Voru til í að setja pening í þetta“

433
Sunnudaginn 7. maí 2023 09:00

Rúnar Páll fyrir miðju, er þjálfari Fylkis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan hefur hafið göngu sína á nýjan leik en þátturinn verður aðgengilegur á DV.is og í Sjónvarpi Símans. Nýr þáttur verður aðgengilegur alla föstudaga.

Helgi Fannar Sigurðsson, íþróttablaðamaður og sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson munu stýra Íþróttavikunni saman. Hjörvar Hafliðason var gestur í fyrsta þætti þeirra félaga.

Nýliðar Fylkis eru aðeins með 3 stig í Bestu deild karla það sem af er. Umræðan hefur verið á þann veg að þjálfarinn Rúnar Páll Sigmundsson hafi ekki styrkt liðið nóg.

„Maður veit auðvitað ekki nákvæmlega hvað liggur að baki, hvort það séu peningar. Það kostar að bæta við leikmönnum.

Fyrir viku síðan vorum við hrifnir af þeim, þegar þeir rúlluðu yfir FH. þeir eru með 3 stig eftir fimm leiki. Það er kannski bara aðeins undir pari miðað við það sem maður hefði haldið,“ segir Hjörvar.

Hrafnkell tók til máls. „Að mínu mati hefðu þeir átt að styrkja liðið meira en ef þeir eru til í að rokka upp á milli deilda og spila á ungum leikmönnum er það bara flott að mínu mati. Ég veit af því að menn í Fylki voru til í að setja pening í þetta en Rúnar er mjög tryggur sínum leikmönnum.“

Hjörvar skilur vel þá stefnu Rúnars að spila á heimamönnum.

„Hann er að taka ákvörðun um að spila Fylkismönnum, Árbæingum. Öll velgengni er byggð upp á að spila á heimamönnum. Ef við förum í þessi 25 ár sem þeir voru nánast samfleytt í efstu deild voru þetta alltaf Árbæingar sem héldu þessu uppi.

Margir af þeim hafa verið að ströggla í byrjun móts en þeir eiga eftir að vinna sig inn í þetta.“

Umræðan í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær
433Sport
Í gær

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn
Hide picture