Íþróttavikan hefur hafið göngu sína á nýjan leik en þátturinn verður aðgengilegur á DV.is og í Sjónvarpi Símans. Þátturinn verður vikulega alla föstudag.
Helgi Fannar Sigurðsson, íþróttablaðamaður og sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson munu stýra Íþróttavikunni saman. Hjörvar Hafliðason var gestur í fyrsta þætti þeirra félaga.
Rætt var um Jurgen Klopp stjóra Liveprool sem er líklega á leið í bann fyrir hegðun sína á hliðarlínunni gegn Tottenham og viðtal eftir leik.
„Hann fer alltaf í bann, ég held að hann átti sig á því. Í Bretlandi er þetta touchline bann, þú mátt vera með liðinu í klefanum en ekki á bekknum,“ sagi Hjörvar.
Hrafnkell Freyr er harður stuðningsmaður Liverpool og kallar Anfield iðulega mekka.
„Síðasta árið hef ég orðið þreyttur á Klopp, á blaðamannafundum og á hliðarlínunni. Það glansaði af honum í byrjun, það er eitthvað sem pirrar mig. Hann er að hjóla í blaðamenn, hjóla í Ryan Mason sem er ungur þjálfari;“ segir Hrafnkell.
Umræðuna má heyra hér að neðan.