Íþróttavikan hefur hafið göngu sína á nýjan leik en þátturinn verður aðgengilegur á DV.is og í Sjónvarpi Símans. Þátturinn verður vikulega alla föstudag.
Helgi Fannar Sigurðsson, íþróttablaðamaður og sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson munu stýra Íþróttavikunni saman. Hjörvar Hafliðason var gestur í fyrsta þætti þeirra félaga.
Það var farið yfir hið magnaða afrek Sveindísar Jane Jónsdóttur sem er mætt í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með liði sínu Wolfsburg.
Sveindís ógnar sífellt með hraða sínum og krafti. „Hún verður klárlega ein sú bestu í sögunni hjá Íslandi, hún er sprengja. Getur hlupið upp á kantinn, frá teig í teig,“ sagði Hrafnkell Freyr.
Hjörvar segir að Sveindís sé kominn í hóp þeirra bestu í sögu Íslands. „Hún er það nú þegar, hún hefur þennan svakalega hraða. Það vantar þetta fína í hana, hún er með þennan rosalega hraða. Það fór krossbandið hjá einni í Arsenal,“ sagði Hjörvar en Wolfsburg henti Arsenal úr leik í framlengdum leik.
Umræðuna má heyra hér að neðan.