fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Óhugnaður í íslenskum leikskóla – Starfskona sakfelld fyrir ofbeldi gegn ungum börnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. maí 2023 09:30

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi starfskona á ótilgreindum leikskóla á Íslandi var þann 28. apríl síðastliðinn sakfelld fyrir ofbeldi gegn börnum í skólanum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Konan var ekki sakfelld fyrir öll brotin sem hún var ákærð fyrir en í ákærunni var henni gefið að sök ofbeldi gegn sjö drengjum undir þriggja ára aldri.

Nánar tiltekið var konan ákærð fyrir brot gegn barnaverndarlögum í opinberu starfi, frá því undir loks árs 2020 og fram til 8. mars 2021. Var hún í ákæru héraðssaksóknara sögð hafa misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður á leikskólanum gagnvart sjö börnum. Hún var sögð hafa beitt börnin andlegum og líkamlegum refsingum og ógnunum. Hún hafi sýnt börnunum ruddalega athæfi, sært þau og móðgað. Hún hafi meðal annars tekið um háls og úlnliði drengjanna, klórað og klipið þá í andlit, maga og síðu, slegið þá á handarbök, talað hvasst til þeirra og komið að öðru leyti þannig fram við börnin að þau óttuðust hana.

Meðal sönnunargagna í málinu voru myndir af áverkum á tveimur drengjum, sem og framburður vitna sem höfðu séð það sem fram fór, aðallega börn, en einnig vóg framburður einhverra starfsmanna töluvert. Þolendurnir ungu gáfu skýrslur í Barnahúsi en sá framburður þeirra var ekki til að styrkja ákæruna heldur var hann frekar konunni í vil. Telur dómurinn þar ráða mestu ungur aldur þolendanna, sem og að skýrslur af þeim voru teknar minnst fjórum mánuðum eftir atvikin.

Í dómnum kemur fram að starfsfólk og stjórnendur leikskólans höfðu áhyggjur af framferði konunnar og reyndu að koma í veg fyrir að hún væri ein með börnunum. Einnig kemur fram að órói og ofbeldi á meðal barnanna í þeirri deild þar sem hún starfaði fór mjög vaxandi frá því hún hóf þar störf.

Konunni var sagt upp og framferði hennar tilkynnt til barnaverndar. Leiddi það til lögreglurannsóknar.

Konan neitaði sök fyrir dómi. Hún er ekki faglærð. Konan er erlend og kemur fram í dómnum að hún talaði mjög takmarkaða íslensku við börnin.

Dómarinn taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að konan hefði beitt tvo af drengjunum sjö ofbeldi. Ekki þótti fullsannað að hún hefði gerst sek um ofbeldi gagnvart hinum drengjunum fimm, en í tilviki tveggja drengja voru betri sönnunargögn fyrir hendi en í tilviki hinna. Var hún dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hún var jafnframt dæmd til að greiða hvorum drengjanna tveggja fyrir sig 500 þúsund krónur í miskabætur. Krafist var bóta upp á 1,5 milljónir fyrir hvern og einn drengjanna sjö sem konan var ákærð fyrir að beita ofbeldi.

Ítarlegan dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum