fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Súsanna Sif á spítala eftir beinmergsskipti – Eiginmanninum synjað um umönnunarbætur -Safnað fyrir fjölskylduna

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. maí 2023 11:45

Súsanna Sif Jónsdóttir Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Súsanna Sif Jónsdóttir greindist með eitilfrumukrabbamein árið 2017, þá aðeins 26 ára. Súsanna Sif, eða Súsý, eins og hún er oft kölluð er 32 ára í dag. Eiginmaður hennar er Arnar Gunnarsson og eiga þau dótturina, Aþenu Malen, sem varð eins árs nú í febrúar.

Í september í fyrra fór fjölskyldan til Svíþjóð þar sem Súsanna Sif fór í geislameðferð um allan líkamann, og í kjölfarið í lyfjameðferð. 16. nóvember fékk hún svo nýjan beinmerg frá þýskum gjafa, en beinmergsskipti er erfið og krefjandi meðferð. Hjónin voru erlendis yfir jólin og áramótin og komu heim í byrjun febrúar.

Í byrjun mars veiktist Súsanna Sif og hefur verið rúmliggjandi síðan og liggur nú inni á krabbameinsdeild Landspítalans með vírus í kviðarholi og í blóði sem erfitt er að eiga við. Hún þarf að fá lyf í æð tvisvar sinnum á dag og er áætlað að sú meðferð geti tekið nokkra mánuði.

Arnar hefur staðið við bakið á Súsönnu Sif í öllu þessu ferli og er hennar stoð og stytta ásamt því að hugsa um litlu Aþenu þeirra alla daga, þar sem þau eru hvorki komin með pláss fyrir hana hjá dagmömmu né á leikskóla, þrátt fyrir að hafa sótt um dagmömmu fyrir hana snemma á meðgöngunni,“ segir Fríða B. Sandholt, vinkona Súsönnu Sifjar og sjúkraliði á LSH í færslu á Instagram, þar sem hún vekur athygli á aðstæðum litlu fjölskyldunnar.

Eins og gefur að skilja hefur Arnar því misst mikið úr vinnu og er því launalaus. Þau hafa sótt um ummönnunarbætur maka, en var synjað um þær bætur því að hann var nýbúinn að fullnýta fæðingarorlofið sitt og því að hann tók nokkrar aukavaktir í gömlu vinnunni sinni til að fá örlítil laun inn fyrir heimilið.

Súsý er sjúkraliði eins og ég og vorum við samferða um tíma í sjúkraliðanáminu okkar. Við erum tvær skólasystur hennar úr sjúkraliðanáminu, ég og Íris sem fannst erfitt að horfa upp á Súsönnu og yndislegu litlu fjölskylduna hennar ganga í gegnum öll þessi veikindi og þessa erfiðleika og þurfa á sama tíma vera að berjast við kerfið og lenda alls staðar á vegg. Því ákváðum við að efna til söfnunar fyrir þau og vonandi getum við hjálpað þeim eitthvað með því,“ segir í færslunni, sem þær Fríða og Íris Ólafsdóttir, sjúkraliðar og skólasystur Súsönnu Sifjar standa að.

Þeir sem vilja styrkja fjölskylduna geta lagt inn á neðangreindan reikning sem er á nafni Fríðu. Munum að margt smátt gerir eitt stórt:

Reikningur: 0515-14-404440

Kennitala: 250178-5229

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Fridabsand (@fridabsandholt)

Í forsíðuviðtali fyrir tæpu ári

Súsanna Sif var í forsíðuviðtali Fréttablaðsins í lok júní í fyrra. Þar sagði hún meðal annars frá að hún glímdi við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferðina, frá dótturinni sem þá var aðeins fjögurra mánaða og stofnfrumumeðferðinni sem var framundan í Svíþjóð.

„Ég var búin að vera veik lengi og fara á milli lækna en þeir héldu alltaf að þetta tengdist vefjagigt sem ég hafði greinst með sem barn,“ segir Súsanna Sif. Þar til hún greindist með krabbameinið hafði hún í langan tíma verið slöpp og þreytt með hita ásamt því að hún hafði grennst mikið.

„Það var svo að ég held sjötti læknirinn sem ég fór til sem tók eftir því að ég var rauð á olnboganum og ákvað að taka sýni. Mér fannst þetta eitthvað skrítið af því ég hafði ekkert farið til hennar út af þessu en hafði verið svona í þrjú ár, hélt að þetta væri bara þurrkblettur.“ 

Í ljós kom að hvítblóðkorn var að finna í sýninu og Súsanna Sif var með eitilfrumukrabbamein. „Þegar læknirinn hringdi í mig var ég akkúrat á leiðinni til hennar og hún sagði mér að sleppa því bara og fara upp á spítala og hitta lækni þar,“ sagði Súsanna Sif í viðtalinu sem Birna Dröfn Jónasdóttir tók. Súsanna Sif hefur þurft að fara í fjölda geisla- og lyfjameðferða til að reyna að sigrast á krabbameininu. 

Súsanna Sif eignaðist andvana son árið 2010. „Ég hef verið móðir án barns í 12 ár og vissi strax að ég ætlaði að eignast barn og það tók á mig að heyra hversu miklar líkurnar á ófrjósemi væru hjá mér eftir lyfjameðferðina,“ segir hún. „Þarna átti ég ekki mann og hafði nauman tíma en um leið og meðferðinni lauk fór ég og lét athuga stöðuna á frjóseminni hjá mér.“ Í ljós kom að eggjaforði Súsönnu, sem þá var 27 ára, var á við meðal eggjaforða konu á aldrinum 45–50 ára. Hún gerði sér því grein fyrir að hún þyrfti hjálp til að eignast barn.

Byrjaði með Arnari í krabbameinsmeðferð

„Þegar ég var í meðferðinni byrjaði ég svo með manninum mínum. Við höfðum verið vinir í mörg ár og ég var mjög opin með þetta allt við hann. Sagði honum á okkar fyrsta alvöru stefnumóti að ég ætlaði að eignast barn, hann gæti verið með ef hann vildi, annars myndi ég finna sæðisgjafa,“ segir Súsanna, sem á þessum tíma var búin að missa allt hárið og var mjög veik af lyfjunum. „Og ekki nóg með það þá sagði ég honum að ef hann vildi vera með þá vildi ég giftast honum. Ég gat ekki hugsað mér að vera með krabbamein og barn en ógift,“  segir Súsanna Sif. Arnar tók þessu vel, parið gifti sig sumarið 2021 og dóttirin fæddist í febrúar 2022 eftir ferli hjá Livio sem hún sagði erfitt, tímafrekt og kostnaðarsamt.

Í viðtalinu sagðist Súsanna Sif horfa bjartsýn á framtíðina og lífið með Aþenu og Arnari og reyni nú eftir mesta megni að temja sér að njóta augnabliksins.

„Ég á það til að bíða eftir því að eitthvað klárist svo ég geti farið að njóta lífsins en ég ætla ekki að gera það núna,“ segir Súsanna Sif. „Ég er búin að læra það að maður veit aldrei hvað getur gerst og hamingjan er ekki bara handan við hornið, ég ætla ekki að bíða með það í fimm ár að njóta lífsins heldur bara gera það núna. Lífið er núna.“

Viðtalið við Súsönnu Sif í Fréttablaðinu má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg