Manchester Evening News fullyrðir að Manchester United hafi tekið ákvörðun, hollenski framherjinn Wout Weghorst verður ekki keyptur.
Weghorst kom á láni frá Burnley í janúar og hefur spilað stórt hlutverk.
Framherjinn hefur hins vegar ekki náð að raða inn mörkum og vill Erik ten Hag, stjóri Manchester United ekki kaupa.
Weghorst snýr því aftur til Burnley en möguleiki er á því að hann verði seldur eða aftur lánaður frá félaginu.
Erik ten Hag vill kaupa framherja í sumar og er talið að Harry Kane framherji Tottenham sé þar efstur á lista.