Hinn 41 árs gamli Zlatan Ibrahimovic er að yfirgefa herbúðir AC Milan nú þegar samningur hans við félagið er senn á enda.
Ítalskir fjölmiðlar segja hins vegar frá því að Zlatan sé langt því frá að vera hættur að spila fótbolta.
Í fréttum dagsins segir að Zlatan muni ganga í raðir Monza sem er í efstu deild á Ítalíu.
Félagið ser staðsett rétt fyrir utan Mílanó og er í eigu Silvio Berlusconi sem áður var eigandi AC Milan.
Berlusconi og Zlatan eru sagðir miklir vinir og ætlar þessi magnaði framherji að halda áfram í fótbolta. Monza verður tíunda félag Zlatan á ferlinum.