fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Valsmenn útskýra af hverju treyja þeirra er nú blá og hvít – „Ákveðið að sýna upprunanum virðingu“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. maí 2023 18:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli í gær þegar Valur lék gegn Fylki í Bestu deild karla. Liðið vann sannfærandi sigur en Valur lék í bláum og hvítum treyjum en það hefur ekki sést um langt skeið.

Valsarar útskýra litina í treyjunni á Facebook síðu sinni þar sem sagt er frá því að svona hafi búningarnir litið út þegar félagið var stofnað.

Knattspyrnufélagið Valur var stofnað 11. maí 1911. „Fyrsti búningur félagsins var blár og hvítur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Búningnum var síðan breytt árið 1920 og varð þá grænn. Flest lið í dag þurfa að hafa aðgang að þremur mismunandi treyjum vegna þátttöku í evrópukeppni,“ segir á Facebook síðu Vals.

„ Við hönnun á búningum fyrir þetta tímabil var ákveðið að sýna upprunanum virðingu og hönnuð var treyja í sömu litum og fyrsta treyja Vals.“

Treyja Vals hefur svo um langt skeið verið rauð og er þannig í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli