fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Formaður KR boðar stórar og góðar fréttir á næstu dögum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. maí 2023 19:00

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR (fyrir miðju)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur staðið til að fara í framkvæmdir á svæði KR og byggja þar upp eina glæsilegustu aðstöðu landsins, það hefur hins vegar dregist á langinn.

Í KR hópnum á Facebook spyr stuðningsmaður félagsins um stöðu máli. Páll Kristjánsson, formaður KR boðar góð tíðindi á næstunni og að uppbyging á KR svæðinu geti farið að hefjast.

„Þetta er að hafast,“ skrifar formaðurinn í svari í hópnum.

„Ytri aðstæður hafa gert okkur svolítið erfitt fyrir. Hluti af verkefninu snýr að Reykjavíkurborg og bíðum við staðfestingar frá borgarráði. Það er það eina sem hefur tafið verkefnið.“

Hugmyndir KR

Páll segir að líklega komi góðar fréttir á allra næstu dögum. „Við vorum að vonast til þess að þetta færi af stað núna á vormánuðum. Vonandi getum við fært góðar fréttir á næstu dögum.“

Knattspyrnudeild KR hefur búið við afar slæmar aðstæður í mörg ár og þá sérstaklega yfir veturinn en með nýju svæði verður það í fremstu röð. Aðalvöllur félagsins yrði þá tekinn í gegn, knattspyrnuhöll yrði byggð og fleira til. Þá yrði ráðist í framkvæmdir á íbúðum í kringum völlinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing